Nýskráning

Kærar þakkir fyrir að vilja miðla upplýsingum um lifandi hefðir.

Áður en þú byrjar að skrá inn upplýsingar er mikilvægt að lesa og staðfesta eftirfarandi skilmála:

Með því að skrá inn texta og upplýsingar á síðuna staðfestir þú að þú eigir eða hafir heimild til að nota umræddan texta og deila honum á vefsíðunni. Hafðu í huga að deila ekki texta sem aðrir eiga höfundarrétt að, án skriflegs samþykkis þeirra. Jafnframt staðfestir þú að þú veitir vefsíðunni www.lifandihefdir.is heimild til að birta textann og nota á vefsíðunni sem og í kynningarefni um lifandi hefðir.

Með því að hlaða inn myndum staðfestir þú að þú eigir eða hafir heimild til að nota umrætt myndefni og deila því á vefsíðunni. Hafðu í huga að deila ekki myndefni sem aðrir eiga höfundarrétt að, án skriflegs samþykkis þeirra. Jafnframt staðfestir þú að þú veitir vefsíðunni www.lifandihefdir.is heimild til að birta myndirnar og nota á vefsíðunni og í kynningarefni um lifandi hefðir.

Þeir sem skrá upplýsingar á þennan vef eru sjálfir ábyrgir fyrir því efni og þeim upplýsingum sem þeir kjósa að skrá. Skráning á vefsíðuna er ekki viðurkenning eða staðfesting á réttmæti, upprunaleika, gæðum eða mikilvægi þeirra hefða sem hér eru skráðar heldur er síðan vettvangur fyrir hópa, samfélög og einstaklinga til að kynna lifandi hefðir sem það stundar og telur mikilvægt að koma á framfæri upplýsingum um.

Upplýsingarnar sem þú skráir á vefsíðuna munu ekki birtast samstundis á vefnum eftir að þú hefur staðfest skráninguna heldur mun ritstjóri yfirfara skráninguna. Þetta er gert til að vanda frágang m.t.t. málfars, uppsetningar o.fl. Athugaðu að skráningar þar sem umfjöllunarefni er á einhvern hátt meiðandi eða særandi verður ekki birt.

Staðfesting skráningar verður send til þín í tölvupósti.