Dagur allra heilagra

Dzień Wszystkich Świętych eða Dagur allra heilaga er hátíðisdagur sem er haldinn þann 1. nóvember ár hvert. Á þessum degi heimsækja fjölskyldur og vinir leiði þeirra sem fallnir eru frá. Fólk kemur saman í kirkjugörðum við leiði ástvina sinna, hreinsar leiðin og færir hinum látna blóm eða kerti.

Þeir sem eiga pólskan uppruna en búa á Íslandi reyna að heiðra minningu sinna ástvina þennan dag, jafnvel þó þeir séu fjarri leiðum þeirra, til dæmis með því að biðja ættingja útí Póllandi að fara með kerti eða skreytingu að leiðum sinna nánustu fyrir sína hönd eða kveikja á kerti og hugsa hlýlega til hins látna. Sumir ferðast til Póllands sérstaklega til að vera þar á þessum degi þó þeir komist ekki hvert ár. Aðrir eiga þó ástvini sem eru jarðsettir hér á Íslandi og geta því heimsótt þau leiði. Einnig hafa sumir heimsótt leiði Pólverja sem þeir vita að eru jarðsettir hérna langt frá sínum nánustu jafnvel þó það séu ekki skyldmenni þeirra. Nútíma tækni kemur einnig að góðum notum við að taka þátt í þessum degi þar sem hægt er að kveikja á sýndarkerti á gröf hins látna í gegnum netið, jafnvel þó þú komist ekki að leiði viðkomandi.

Skráð:

11.05.2024

Skráð af:

Martyna Ylfa Suszko

Landfræðileg útbreiðsla:

Allt landið

Að minnast þeirra sem farnir eru

Þennan dag heimsækir fólk leiði látinna ástvina í kirkjugörðum, það hreinsar burt það sem ekki á heima á gröfinni og skreytir með blómum, kertum og krönsum. Dagurinn er hátíðlegur og hefur á vissan hátt ljúf sáran blæ. Fjölskyldur koma saman, minnast og heiðra forfeður sína. Margir sækja einnig sérstakar messur sem haldnar eru á þessum degi, Degi allra heilagra.

Fólk eyðir jafnvel öllum deginum í að ferðast á milli kirkjugarða til þess að geta heimsótt leiði allra þeirra fjölskyldumeðlima sem fallnir eru frá. Hátíðin er sérstaklega tengd samveru í kirkjugörðum en síðan hittast sumar fjölskyldur á heimilum, borða saman og minnast hinna látnu.

Í Póllandi er Dagur allra heilagra almennur frídagur sem er helgaður samveru fjölskyldna sem minnast hinna látnu og biðja fyrir sálum þeirra. Venjan er að fólk kveiki á kertum á leiðum ástvina sinna og kirkjugarðarnir ljóma af flöktandi ljósum.

Frá dýrlingum til minninga

Wszystkich Świętych eða Dagur allra heilagra er mikilvægur frídagur í Póllandi líkt og í mörgum öðrum kaþólskum löndum. Til að skilja sögulegan bakgrunn þessa dag þurfum við að kafa ofan í uppruna hefðarinnar og hvernig hún hefur þróast í gegnum árin.

Hefðina, að heiðra alla dýrlinga, má rekja aftur til frumkristni. Á 4. öld ákveður kaþólska kirkjan að viss dagur verði helgaður því að minnast allra dýrlinga, þekktur sem Dagur allra heilgra eða Allra heilagra dagur. Þessi dagur var ekki haldinn hátíðlegur á sama degi á öllum svæðum sem voru kaþólskrar trúar heldur á féll hann á mismunandi daga þar til á 8.öld þegar Gregoríus III páfi ákvað að Dagur allra heilagra skyldi falla á 1. nóvember.

Í Póllandi hefur Wszystkich Świętych djúpa sögulega- og menningarlega merkingu. Talið er að dagurinn hafi fyrst öðlast sinn sess í Póllandi í valdatíð Boleslaw Chrobry konungs á 11. öld. Með tímanum varð helgihald þessa dags samtvinnað við Pólska siði og venjur. Hefð er fyrir því að á Wszystkich Świętych heiðrar fólk minningu látinna ástvina.

Hins vegar hefur marg breyst í gegnum aldirnar hvernig hefðir á þessum degi eru stundaðar. Áður fyrr var dagurinn helgaður trúarlegum helgisiðum og hátíðleika. Í dag er þetta einnig orðin félagsleg athöfn þar sem fjölskyldur og vinir koma saman og deila máltíðum og minningum. Að auki er viss hópur fólks sem vill heiðra minningu látinna á þessum degi en tengir það ekki sérstaklega við trúarbrögð.

Viss markaðsvæðing hefur átt sér stað í kringum daginn. Á undanförnum árum hefur aukist að í kringum daginn sé sérstaklega verið að markaðsetja og auglýsa skrautmuni líkt og kerti og leiðaskreytingar. Þessi markaðsvæðing hefur leitt af sér að líflegra og sjónrænna andrúmsloft myndast í kirkjugörðum á þessum degi.

Hefðir í kringum þennan dag, Wszystkich Świętych eða Dag allra heilagra, hafa borist á milli kynslóða í gegnum munnlega hefð, í gegnum fjölskyldusiði og samfélags gildi og viðmið. Foreldrar, afar og mömmur deila minningum sínum og sögum um látna ástvini með yngri kynslóðum og tryggja þannig að arfleifð þeirra lifi áfram. Að aukni gegna skólar og kirkjur mikilvægu hlutverki við að fræða ungt fólk um þennan dag. Börn læra um sögu dagsins í trúarbragða fræði, í gegnum menningarviðburði og samfélagsstarf. Þetta hjálpar við að viðhalda hefðinni og efla tilfinningu fyrir samfélagi og tengingu við fortíðina.

Margbreytileg hefð

Dagur allra heilagra er haldinn 1. nóvember ár hvert og er almennur frídagur í Póllandi. Hefð þessa dags ár sér djúpar rætur í pólsk kaþólskri trú þó hún sé einnig iðkuð af Pólverjum sem eru ekki endilega trúaðir. Vettvangur hefðarinnar er sérstaklega kirkjugarðar og leiði hinna látnu en einnig kirkjur. Að auki koma fjölskyldur saman þennan dag til að votta látnum ástvinum virðingu sína og deila sögum um þá en njóta einnig matar og nærveru hvers annars.

Þó að meginþættir hefðarinnar séu svipaðir um allt Pólland þá geta verið svæðisbundin einkenni á hefðinni. Til dæmi er á ákveðnum svæðum settir fleiri hlutir á leiðin til dæmis ljósmyndir eða persónulegir munir hins látna. Staðbundnir siðir og hefðir geta haft áhrif á það hvernig fólk heldur þennan dag hátíðlegan. Í austurhluta Póllands er t.d. ekki óeðlilegt að götusalar séu með sleikjó til sölu þennnan dag en á öðrum landssvæðum þykir það ekki við hæfi.

Undanfarin ár hefur aukist áhersla á umhverfisáhrif hefðarinnar, til dæmis með átaki um að nota kerti sem eru í umbúðum úr niðurbrjótanlegum efnum og draga með því úr þeim úrgangi sem að myndast vegna þeirra milljóna kerta sem notuð eru á þessum tíma. Félagasamtök og góðgerðarsamtök taka oft að sér að hreinsa til leiði og kveikja á kertum á þeim leiðum sem eru yfirgefin eða engin sér um.

Rótgróin hefð

Í Póllandi er dagur allra heilagra frídagur og vel þekkt hefð sem er rótgróin í pólskri menningu og iðkuð af miklum meirihluta þjóðarinnar. Hefðin er ekki bundin við neitt sérstakt samfélag, hóp eða samtök heldur er hún iðkuð af Pólverjum sem eiga sér ólíkan trúarlegan bakgrunn þ.á. m. á meðal kaþólikka sem eru meirihluti Pólverja.

Þó að Dagur allra heilagra sé haldinn um allt Póland þá eru ákveðin svæði og borgir í Póllandi þar sem hefðin er sérstaklega lifandi og mikilvæg. Sem dæmi má nefna að í Kraká, sögufrægri fyrrum höfuðborg Póllands, á hefðin sér djúpar rætur og kirkjugarðar borgarinnar, eins og Rakowicki kirkjugarðurinn og Nowy Cmentarz Podgórski laða að sér fjölda gesta á þessum tíma. Aðrir eftirtektarverðir staðir þar sem Dagur allra heilagra er haldin hátíðlegur af miklum ákafa eru Varsjá, Poznań, Gdańsk og Wrocław.

Það er gott að hafa í huga að þær lýsingar sem birtast hérna byggja á almennri þekkingu á hefðinni og almennum venjum í Póllandi varðandi Dag alllra heilagra. Vegna eðlis hefða er geta afbrigði hefðarinnar verið mörg og einstakir siðir verið til í tengslum við hefðina innan ólíkra samfélaga og fjölskyldna.

Pólverjar á Íslandi iðka margir Wszystkich Świętych, sumir þeirra ferðast jafnvel heim til Póllands fyrir þennan dag. Þeir sem geta það ekki hugsa samt til hinna látnu. Það er einnig hægt að kveikja á rafrænu sýndarkerti á leiði þess látna í mörgum kirkjugörðum í Póllandi geti fólk ekki komist sjálft þangað. Að aukir heimsækja sumir Pólverjar á Íslandi leiði pólskra landa sinna sem liggja í kirkjugarði hér á landi þó þeir séu hvorki skyldir né þekki til þeirra. Fólki finnst mikilvægt að sýna þeim látnu virðingu og að þeir séu ekki gleymdir samlöndum sínum þó þeir séu jarðaðir hér á Íslandi.

Til fróðleiks um hefðina

Bożena Łomacz: Dzień Zaduszny. W: Encyklopedia katolicka. Romuald Łukaszyk, Ludomir Bieńkowski, Feliks Gryglewicz (red.). T. 4. Lublin: Towarzystwo Naukowe Katolickiego Uniwersytetu Lubelskiego, 1995, s. 594–596. ISBN 83-86668-04-0.

Myndasafn

BYTOM, POLAND - OCTOBER 25, 2020: Cemetery candle and artificial flower shop before All Saints Day in Bytom. All Saints Day celebration at cemeteries is one of most important cultural event in Poland.

BYTOM, POLAND - NOVEMBER 1, 2019: People buy flowers and grave candles during All Saints Day (Polish: Dzien Wszystkich Swietych) in Bytom, Poland.

Candles at a cemetery during all Saints Day,Wszystkich Swietych in Poland.

BYTOM, POLAND - NOVEMBER 1, 2019: People visit cemetery during All Saints Day in Bytom. All Saints Day celebrations at cemeteries is one of most important cultural event in Poland.