Þjóðtrú: Gengið á Helgafell á Snæfellsnesi

Gömul þjóðtrú segir að þeir sem ganga í fyrsta sinn á Helgafell í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi hafa kost á því að bera upp þrjár óskir þegar upp á fellið er komið. Skilyrðin eru að gengið sé í þögn upp á fellið og ekki sé litið til baka. Þegar upp...

Saumaklúbbar

Í hverri viku eru haldnir fjölmargir saumaklúbbar víðsvegar um landið. Í saumaklúbbum koma konur saman, njóta samvista og veitinga, en allur gangur er á því hvort að hannyrðir séu stundaðar.

Jónsmessa – sumarsólstöður

Kynngi Jónsmessu hefur löngum verið talin mikil. Á meðan Evrópubúar héldu brennur, dansleiki og svall nýttu Íslendingar sér undur náttúrunnar og böðuðu sig uppúr morgundögginni og heyrðu kýr tala. Enn í dag kýs fólk að njóta eða upplifa náttúruna á bjartri sumarnótt Jónsmessunnar t.d. með því að ganga eða hlaupa...

Bolvíska blótið

Í Bolungarvík er ár hvert haldið þorrablót. Þar bjóða konur mökum sínum til skemmtunar og blóts. Blótið skipar stóran sess í bæjarlífinu. Mikið er um dýrðir, en konurnar leggja mikinn metnað og vinnu í skipulag blótsins og skemmtiatriði.

Íslensk stuðlasetningarhefð

Stuðlasetning gengur eins og rauður þráður gegnum alla íslenska kveðskaparhefð allt fram um miðja 20. öld þegar óhefðbundin ljóð urðu hluti af ljóðhefðinni. Hefðin byggist á því að allur kveðskapur er bundinn við svokallaða stuðla og höfuðstafi eftir fornum reglum. Stuðlasetningin lifir enn góðu lífi meðal Íslendinga.

Þjóðdansar í aldanna rás

Þjóðdans hefur lifað með þjóðinni frá miðöldum að minnsta kosti. Vikivakar voru á sínum tíma söngdansar, þar sem fólk safnaðist saman og byrjaði að syngja og kveða þjóðlög og kvæði og sporin voru svo sett saman við sönginn, en þó enn frekar við textann.

Íslensku jólasveinarnir

Jólasveina ber oft á góma í aðdraganda jólanna. Hefðbundnu íslensku jólasveinarnir eru fjölmargir þó nú sé algengast að telja þá þrettán. Þeir þóttu hrekkjóttir og ekki í húsum hæfir en hafa með tímanum bætt hegðun sína og eru nú gjafmildir við börn og gleðigjafar á aðventunni.

Þjóðbúningahefð í aldanna rás

„Þjóðbúningur“ er hugtak frá fyrri hluta 19. aldar sem aðallega er notað um kvenbúninga eftir 1860 en einnig yfir eldri gerðir búninga. Uppruni og þróun íslenskra búninga á sér langa sögu en þeir voru fyrst og fremst fatnaður sem þróaðist í aldanna rás á afskekktri eyju í norðri. Þjóðbúninganotkun hefur...

Að syngja barnagælur og vögguvísur

Að syngja eða raula barnagælur og vögguvísu fyrir börn er enn í dag hluti af hversdagshefðum margra. Barnagælur og vögguvísur eru oftast sungnar eða raulaðar inni á heimili, oft í því augnamiði að hafa ofan af fyrir, róa eða svæfa börn. Margar slíkar vísurnar og gælur hafa varðveist í munnlegri...

Kveðskaparhefðin

Kveðskapur er flutningur vísna undir rímnaháttum. Hver vísa er 2 – 4 braglínur og eru því lögin stutt. Þau kallast rímnalög, kvæðalög, stemmur eða bragur. Lögin eru mjög fjölbreytt hvað varðar tónbil, hryn og tóntegundir. Flytjandinn, kvæðamaður eða kvæðakona, flytja lögin yfirleitt ein, hver á sinn máta og með sérstökum...
Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð árið 2012

Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð

Ljóðahátíðin Haustglæður hefur verið haldin á Siglufirði og síðar Fjallabyggð á hverju ári síðan 2007. Markmið hátíðarinnar er að auka áhuga og vekja athygli á íslenskri ljóðlist, að kynna helstu skáld þjóðarinnar fyrir íbúum Fjallabyggðar sem og að hvetja skáld og hagyrðinga á svæðinu til dáða.