Hér er lýst verklagi við undirbúning og framkvæmd við lagnetaveiðar á laxi í straumvatni á Íslandi. Hér er einkum lýst hefðum við netaveiðar í jökulvatni í stórám á Suðurlandi, Ölfusá og Þjórsá.
Gömul þjóðtrú segir að þeir sem ganga í fyrsta sinn á Helgafell í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi hafa kost á því að bera upp þrjár óskir þegar upp á fellið er komið. Skilyrðin eru að gengið sé í þögn upp á fellið og ekki sé litið til baka. Þegar upp...
Frá landnámi hafa hænsni fylgt búsetu fólks hér á landi. Landnámshænan, sem einnig hefur verið kölluð íslenska hænan, topphæna eða haughæna sá heimilum landsins fyrir eggjum til átu og baksturs fram eftir öldum, allt þar til stóru framleiðslustofnarnir komu til sögunnar á 20. öld.
Landið býr yfir ýmsum gæðum sem hafa í gegnum tíðina skipt fólk máli eða verið því til ánægju. Bústin bláber, krækiber eða hrútaber eru kærkomin tilbreyting í mataræði fólks og ómissandi hjá mörgum að komast í berjamó að hausti.
Kynngi Jónsmessu hefur löngum verið talin mikil. Á meðan Evrópubúar héldu brennur, dansleiki og svall nýttu Íslendingar sér undur náttúrunnar og böðuðu sig uppúr morgundögginni og heyrðu kýr tala. Enn í dag kýs fólk að njóta eða upplifa náttúruna á bjartri sumarnótt Jónsmessunnar t.d. með því að ganga eða hlaupa...
Jólasveina ber oft á góma í aðdraganda jólanna. Hefðbundnu íslensku jólasveinarnir eru fjölmargir þó nú sé algengast að telja þá þrettán. Þeir þóttu hrekkjóttir og ekki í húsum hæfir en hafa með tímanum bætt hegðun sína og eru nú gjafmildir við börn og gleðigjafar á aðventunni.
Torf, ásamt timbri og grjóti, var það byggingarefni sem notað var til húsbygginga á Íslandi frá landnámi og vel fram á 20. öld. Þekking á torfi, á meðhöndlun þess og tengd handverksþekking eru hefðir sem hafa varðveist.
Ræktun, kynbætur, meðferð, þ.m.t. tamning og þjálfun, hrossa á sér samfellda sögu hér á landi allt frá landnámi. Búseta á Íslandi hefði verið nær óhugsandi án „þarfasta þjónsins“ sem var m.a. notaður sem samgöngutæki og burðardýr. Í dag má segja að hestamennska sé í senn íþrótt, menning og lífsstíll