Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum vill vekja athygli á því að nú stendur yfir skráning á sundhefðinni á Íslandi inná vefinn Lifandi hefðir (lifandihefdir.is) sem er yfirlitsskrá óáþreifanlegs menningararfs á Íslandi.
Skráning sundhefðarinnar inná vefinn er upphafsskrefið í því ferli að tilnefna hefðina til UNESCO (Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna), á skrá þeirra yfir óáþreifanlegan menningararf mannskyns. Við leitum nú til ykkar í leit að stuðningi vegna þessa verkefnis. Við viljum gjarnan heyra frá unnendum sundhefðarinnar á Íslandi en hægt er að hafa samband við verkefnastjóri vefsins Lifandi hefðir, hana Sigurlaugu Dagsdóttir, á netfangið sigdag@hi.is
Hér má finna facebook síðu verkefnisins:
https://www.facebook.com/profile.php?id=61550895095939