Sundlaugamenning á Íslandi

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum vill vekja athygli á því að nú stendur yfir skráning á sundhefðinni á Íslandi inná vefinn Lifandi hefðir (lifandihefdir.is) sem er yfirlitsskrá óáþreifanlegs menningararfs á Íslandi.

 

 

Skráning sundhefðarinnar inná vefinn er upphafsskrefið í því ferli að tilnefna hefðina til UNESCO (Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna), á skrá þeirra yfir óáþreifanlegan menningararf mannskyns. Við leitum nú til ykkar í leit að stuðningi vegna þessa verkefnis. Við viljum gjarnan heyra frá unnendum sundhefðarinnar á Íslandi en hægt er að hafa samband við verkefnastjóri vefsins Lifandi hefðir, hana Sigurlaugu Dagsdóttir, á netfangið sigdag@hi.is

Hér má finna facebook síðu verkefnisins:

https://www.facebook.com/profile.php?id=61550895095939

Við hefðum gaman að því að heyra hvaða merkingu sundhefðin hefur fyrir þér?

Hvað er sund fyrir þér? Hvað gerir þú í sundi? Hvaða tengsl hefur þú við hefðina og hvaða þýðingu hefur sundið fyrir þér? Hvernig vilt þú styðja við hefðina til framtíðar?

Á haustmánuðum verða viðburðir haldnir um land allt varðandi skráningu sundsins og í framhaldi vegna tilnefningarferlisins. Verður sú dagskrá auglýst betur síðar.

(Mynd: By Willem van de Poll – http://proxy.handle.net/10648/ae9dbb9a-d0b4-102d-bcf8-003048976d84, CC0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=67040078)