Alheilt hægra og hamrað vinstra. Mynd frá Dórótheu Sigríði.

Eyrnamörk á sauðfé

Eyrnamörk eða fjármörk Eyrnamörk eða fjármörk eru skurðir í eyru á fé til að skilgreina hvaða bændur eiga hvaða kindur. Fjármörk hafa fylgt fjárrækt allt frá landnámi. Það var nauðsynlegt að merkja fé sitt vegna samnýtingar afrétta og beitilanda. Um það vitna m.a. frásagnir í fornsögunum, og ákvæði í lögum...

Netaveiðar á laxi í straumvatni

Hér er lýst verklagi við undirbúning og framkvæmd við lagnetaveiðar á laxi í straumvatni á Íslandi. Hér er einkum lýst hefðum við netaveiðar í jökulvatni í stórám á Suðurlandi, Ölfusá og Þjórsá.

Mæðradagsblóm Kvenfélags Húsavíkur

Frá árinu 1936 hafa kvenfélagskonur á Húsavík gert blóm sem þær nefna mæðradagsblóm. Árlega er haldið blómapartý þar sem konurnar hittast til að búa til blómin sem svo eru seld í aðdraganda mæðradagsins.

Landnámshænan

Frá landnámi hafa hænsni fylgt búsetu fólks hér á landi. Landnámshænan, sem einnig hefur verið kölluð íslenska hænan, topphæna eða haughæna sá heimilum landsins fyrir eggjum til átu og baksturs fram eftir öldum, allt þar til stóru framleiðslustofnarnir komu til sögunnar á 20. öld.

Að fara í berjamó

Landið býr yfir ýmsum gæðum sem hafa í gegnum tíðina skipt fólk máli eða verið því til ánægju. Bústin bláber, krækiber eða hrútaber eru kærkomin tilbreyting í mataræði fólks og ómissandi hjá mörgum að komast í berjamó að hausti.

Saumaklúbbar

Í hverri viku eru haldnir fjölmargir saumaklúbbar víðsvegar um landið. Í saumaklúbbum koma konur saman, njóta samvista og veitinga, en allur gangur er á því hvort að hannyrðir séu stundaðar.

Brúnaðar kartöflur

Brúnaðar kartöflur eru sannkallaður veislukostur. Þær hafa lengi verið ómissandi meðlæti á veisluborðum landsmanna þegar gera á vel við sig í mat. Að brúna kartöflur svo vel fari krefst ákveðinnar þekkingar og reynslu. Þekkingunni er miðlað mann fram af manni, áður oftast á milli kvenna, sem lengi hafa staðið vaktina...

Slátur og sláturgerð

Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...

Laufabrauðsgerð

Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...

Þjóðbúningahefð í aldanna rás

„Þjóðbúningur“ er hugtak frá fyrri hluta 19. aldar sem aðallega er notað um kvenbúninga eftir 1860 en einnig yfir eldri gerðir búninga. Uppruni og þróun íslenskra búninga á sér langa sögu en þeir voru fyrst og fremst fatnaður sem þróaðist í aldanna rás á afskekktri eyju í norðri. Þjóðbúninganotkun hefur...

Kljásteinavefstaður

Kljásteinavefstaður var notaður hér á landi frá landnámi og fram yfir miðja 18. öld. Í dag er þekkingu um vefstaðinn einkum viðhaldið á vettvangi safna og hjá áhugafólki.