Brauðtertur – brauðtertugerð

Brauðtertur hafa lengi átt fastan sess á veisluborði Íslendinga og mörgum þykja fagurlega skreyttar tertur, sem samanstanda af langskornu brauði með ljúffengu eggja- og majónessalati á milli, vera ómissandi í veisluna.

Að fara í berjamó

Landið býr yfir ýmsum gæðum sem hafa í gegnum tíðina skipt fólk máli eða verið því til ánægju. Bústin bláber, krækiber eða hrútaber eru kærkomin tilbreyting í mataræði fólks og ómissandi hjá mörgum að komast í berjamó að hausti.

Saumaklúbbar

Í hverri viku eru haldnir fjölmargir saumaklúbbar víðsvegar um landið. Í saumaklúbbum koma konur saman, njóta samvista og veitinga, en allur gangur er á því hvort að hannyrðir séu stundaðar.

Brúnaðar kartöflur

Brúnaðar kartöflur eru sannkallaður veislukostur. Þær hafa lengi verið ómissandi meðlæti á veisluborðum landsmanna þegar gera á vel við sig í mat. Að brúna kartöflur svo vel fari krefst ákveðinnar þekkingar og reynslu. Þekkingunni er miðlað mann fram af manni, áður oftast á milli kvenna, sem lengi hafa staðið vaktina...

Bolvíska blótið

Í Bolungarvík er ár hvert haldið þorrablót. Þar bjóða konur mökum sínum til skemmtunar og blóts. Blótið skipar stóran sess í bæjarlífinu. Mikið er um dýrðir, en konurnar leggja mikinn metnað og vinnu í skipulag blótsins og skemmtiatriði.

Slátur og sláturgerð

Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...

Laufabrauðsgerð

Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...