Dagur barnsins – 1. júní

Dagur Barnsins eða Dzień Dziecka er haldinn hátíðlegur í Póllandi þann 1. júní ár hvert. Þessi dagur er helgaður börnum, á að fagna lífi þeirra og réttindum og algengt er að sérstakir viðburðir fyrir börn eigi sér stað á þessum degi. Samvera fjölskyldunnar er í miðpunkti á þessum degi og ættingjar gefa börnum einhverja litla gjöf t.d. eitthvað leikfang eða nammi. Hér á Íslandi er ekki haldið uppá daginn opinberlega en margir gera eitthvað í tilefni dagsins. Í þeim fyrirtækjum þar sem starfa margir af pólskum uppruna þekkist að haldið sé sérstaklega upp á daginn fyrir fjölskyldur starfsfólks. Foreldrar af pólskum uppruna sem eru búsettir hér á Íslandi gefa sumir börnum sínum smá gjafir þennan dag, einnig fá börn gjafir frá öðrum nákomnum ættingjum og þannig eru þau minnt á daginn sem er tileinkaður þeim. Foreldrar reyna einnig að skipuleggja einhverja skemmtilega samverstund fyrir fjölskylduna þennan dag.

Skráð:

11.05.2024

Skráð af:

Martyna Ylfa Suszko

Landfræðileg útbreiðsla:

Allt landið

Gleði, samvera og gjafir

Í Póllandi er Dzień Dziecka eða Dagur barnsins haldin hátíðlega 1. júní ár hvert. Þetta er dagur þar sem börn fá sérstaklega að vera í miðpunkti og fá enn meira af ást og athygli.  Þessi dagur er sérstaklega tileinkaður því að halda á lofti mikilvægi barna í pólsku samfélagi. Dagur barnsins er uppfullur af gleði, hlátri og ýmsum athöfnum sem miða að því að gleðja börn á öllum aldri. Á Dzień Dziecka skipuleggja skólar, leikskólar og ýmis samtök sérstaka viðburði til að undirstrika mikilvægi barna. Þessir viðburðir geta verið sýningar, leikir, keppnir og skapandi vinnustofur fyrir börn. Börn eru hvött til að taka þátt og sýna hæfileika sína þennan dag, hvort sem það eru söng- dans- eða listhæfileikar. Þetta er dagur þar sem börn eru hvött til að tjá sig og skemmta sér.

Annar mikilvægur þáttur á Degi barnsins/ Dzień Dziecka er fjölskyldan og samvera hennar. Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nota þetta tækifæri til að eyða gæðatíma með börnum sínum og taka þátt í sameiginlegum athöfnum sem þau hafa öll gaman að. Fjölskyldur fara saman í skemmtigarða, dýragarða og skipuleggja lautarferðir til að halda upp á daginn. Þetta er tími þar sem foreldrar undirstrika með athöfnum sínum mikilvægi barna sinna í lífi þeirra.

Gjafir eru einnig algeng hefð á Degi barnsins. Foreldrar, ættingjar og vinir gef börnum oft litlar gjafir eða góðgæti til þess að halda upp á daginn. Dæmi um algengar gjafir á þessum degi eru lítil leikföng, bækur eða sælgæti. Gjöfunum er ætlað að undirstrika þakklæti og ástúð í garð barna.

Auk gleðinnar og gjafanna sem fylgir þessum degi er Dzień Dziecka – Degi barnsins ætlað að vekja athygli á réttindum barna. Ýmis góðgerðarsamtök og frjáls félagasamtök nota þennan dag til að benda á mikilvægi réttinda barna og til þess að varpa ljósi á þær áskoranir og óréttlæti sem börn geta upplifað. Reynt er að nýta daginn til að fræða almenning um málefni eins og barnavinnu, misnotkun á börnum, ofbeldi gegn börnum, félagslega einangrun barna, stöðu barna sem alast upp við fátækt og aðgengi barna að menntun og heilbrigðisþjónustu.

Dzień Dziecka – Dagur barnins hefur mikla þýðingu í pólsku samfélagi þar sem þessi dagur leggur áherslu á mikilvægi þess að hlúa að og hugsa vel um börn. Þetta er einnig dagur þar sem börn eru minnt á að þau séu mikils metnir þjóðfélagsþegnar og að raddir þeirra og skoðanir skipti máli. Með því að tileinka börnum sérstakan dag vill Pólland skapa framtíðarkynslóð sem er sjálfsörugg og samúðarfull.

Dzień Dziecka – Dagur barnsins fagnar sakleysi, gleði og möguleikum barna. Þessi dagur er uppfullur af viðburðum fyrir börn og fjölskyldustundum en einnig er athyglin dregin að réttindum barna. Með þessarri hátíð er ítrekuð skuldbindingin um að veita yngstu meðlimum samfélagsins nærandi og styðjandi umhverfi en einnig er hann áminning um að vernda velferð og réttindi barna, ekki bara á þessum sérstaka degi heldur alla daga.

Hátíðisdagur með dýpri merkingu

Saga Dzień Dziecka- Dags barnsins nær ekki mjög langt aftur en dagurinn hefur öðlast sinn mikilvæga sess sem hluti af pólskri menningu. Sögu þessar hátíðardags má rekja aftur til upphafs 20. aldar þegar þekktur pólskur barnalæknir og talsmaður barna, Janusz Korczak, lagði hann fyrst til.  Korczak taldi að börn ættu að hafa sérstakan dag til að fagna einstökum eiginleikum sínum og til að vekja athygli á réttindum sínum. Þessi dagur varð þó ekki að veruleika fyrr en eftir seinna stríð þegar Pólland var að byggja sig upp á ný og jafna sig eftir eyðileggingu stríðsins. Árið 1945 lögðu Pólsku kvennasamtökin, samtök sem höfðu það að markmiði að bæta líf kvenna og barna, það til að til yrði sérstök hátíð tileinkuð börnum. Stjórnvöld studdu þessa hugmynd og þann 1. Júní 1952 var fyrsti opinberi Dagur barnsins haldinn í Póllandi. Síðan þá hefur þessi dagur notið mikilla vinsælda, dagur sem fólki þykir vænt um að halda hátíðlegan fyrir börn sín og fjölskyldur.

Á undanförnum árum hefur Dagur barnsins í Póllandi orðið að lengri hátíð en einum degi. Margar borgir og samfélög skipuleggja vikulangar hátíðir og fjölbreytta viðburði í tengslum við daginn þar á meðal listasmiðjur, leiksýningar, tónleika og sýningar.

Dagur barnsins er ekki aðeins haldinn hátíðlegur í Póllandi heldur einnig í mörgum öðrum löndum um allan heim. Dagsetningin sem helguð er þessum degi er mismunandi en undirliggjandi tilgangur dagsins er sá sami, að viðurkenna og vernda réttindi barna og stuðla að velferð þeirra.

Þennan dag eru ýmsar skemmtanir og viðburðir skipulagðir til að gleðja börn og veita þeim tækifærit il að taka þátt í afþreyingu og fræðslu. Almenningsgarðar, skólar og félagsmiðstöðvar bjóða oft uppá sérstaka dagskrá, þar á meðal; leiki, keppnir, tónleika, brúðusýningar, listasýningar og íþróttakeppnir. Að auki koma foreldrar börnum sínum oft á óvart með litlum gjöfum, skemmtigarðsferðum eða fara með þeim gera eitthvað annað skemmtilegt eins og að fara í bíó og í sund.

Hérna á Íslandi er ekki haldið uppá Dag barnsins opinberlega svo það fer eftir fjölskyldum hvernig þær kjósa að halda uppá hátíðina. Opinberar stofnanir líkt og skólar eða félagasamtök halda daginn ekki hátíðlegan heldur fer það eftir hverju og einu foreldri hvað gert er til að halda upp á þennan dag. Þess vegna er Dagur barnsins allt öðruvísi fyrir börn sem alast upp á Íslandi en í Póllandi. Með stækkandi hópi innflytjenda frá Póllandi hefur hins vegar orðið algengara hér á landi að samfélög og jafnvel vinnustaðir þar sem margir af pólskum uppruna vinna bjóði uppá einhverja dagskrá fyrir börn á þessum degi.

Dagur barnsins á Íslandi

Hver og ein fjölskylda á sér sína hefð hvernig hún heldur Dag barnsins hátíðlegan í Póllandi, sú hefð markast af umhverfi, venjum og menningu. Foreldrar og eldri kynslóðir fagna hátíðinni með börnum sínum og með því að halda daginn hátíðlegan læra börn þeirra, næstu kynslóðir hvernig þessi dagur er og fer fram. Þannig berst hefðin kynslóð fram að kynslóð og skapar tilfinningu fyrir samfellu. Skólar, félagsmiðstöðvar, sveitarfélög og félagasamtök gegna einnig mikilvægu hlutverki þar sem þau skipuleggja viðburði þennan dag, minna á hann, kynna hann og viðhalda með því hefðinni. Þetta er hátíðisdagur fyrir alla, enda allir börn einhvers en en dagurinn er þó helgaður yngstu kynslóðinni. Dagurinn er mikil hátíð í Póllandi en hefur ekki verið tekinn upp af almenningi á Íslandi.

Hér á Íslandi vita flest börn af pólskum uppruna um daginn. Þau geta átt von á því að fá smá gjöf eða gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldum sínum þennan dag. Að auki hafa sumir vinnustaðir þar sem stór hluti starfsfólksins er frá Póllandi boðið uppá viðburði þenna dag fyrir starfsfólk sitt og fjölskyldur þerra t.d. með því að bjóða uppá á pylsur, hoppukastala og andlitsmálun.

Til fróðleiks um Dag barnsins

Kizewski, Piotr. “DZIEŃ DZIECKA W POLSCE I NA ŚWIECIE JEGO HISTORIA, TRADYCJE I CIEKAWOSTKI.” Www.Naszeszlaki.Pl/, www.naszeszlaki.pl/archives/40726?utm_source=Histmag.org&utm_medium=article-25659#Dzien_dziecka_w_Polsce.  Accessed 19 Aug. 2023.

  Pochroń, Natalia. “Dzień Dziecka – Historia Najradośniejszego Święta  .” Histmag.Org, Michał Świgoń PROMOHISTORIA  , 1 June 2023, histmag.org/Dzien-Dziecka-historia-najradosniejszego-swieta-25659. Accessed 19 Aug. 2023.

Myndasafn

Minn fyrsti Dagur Barns, 01.06.1992, þá var ég 11 mánaða og eldri bróðir min nýlega 4 ára. Á myndinni erum við í okkar hátíðar fötum, með mömmu, fyrir framan húsið sem við bjuggum í.

Minn annar Dagur Barns, það sem ég klæddist bleikum kisukjóll. Þetta er ein að mínum fyrstu minningum sem ég hef, því ég man enn hvað mér fannst ég mjög fín. 01.06.1994

Fyrsti Dagur Barns í Póllandi, árið 1950. (mynd: National Digital Archives) Almennings eign

Maður með logandi kyndla meðan á sýningu stendur á barnadags hátíðinni. Varsjá, Pólland 01.06.2017.