Sölvaskerið Hásteinar vestan Ölfusárósa fyrir landi Hrauns í Ölfusi Hásteinar er sker fyrir utan Óseyrartanga rétt vestan við Ölfusárósa. Á skeri þessu hafa verið tínd söl um aldir. Söl (Palmaria palmata) hafa verið nýtt til manneldis frá upphafi byggðar á landinu og finna má heimildir um sölvaneyslu m.a. í Egilssögu....
Hér er lýst verklagi við undirbúning og framkvæmd við lagnetaveiðar á laxi í straumvatni á Íslandi. Hér er einkum lýst hefðum við netaveiðar í jökulvatni í stórám á Suðurlandi, Ölfusá og Þjórsá.
Kveðskapur er flutningur vísna undir rímnaháttum. Hver vísa er 2 – 4 braglínur og eru því lögin stutt. Þau kallast rímnalög, kvæðalög, stemmur eða bragur. Lögin eru mjög fjölbreytt hvað varðar tónbil, hryn og tóntegundir. Flytjandinn, kvæðamaður eða kvæðakona, flytja lögin yfirleitt ein, hver á sinn máta og með sérstökum...