Frá lokum 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld átti harmonikan sitt blómaskeið í dansmenningu landans. Þrátt fyrir meiri fjölbreytni í hljóðfæraskipan og dansmenningu nú á tímum lifir harmonikan góðu lífi meðal þeirra sem unna dans og gleði enda harmonikan nefnd hljóðfæri gleðinnar. Fjölmörg harmonikufélög eru starfandi um landið...
Þeir dansar sem í daglegu tali eru nefndir „gömlu dansarnir“ voru eitt sinn nefndir „nýju dansarnir“. Um er að ræða paradansa eins og t.d. vals, ræl, polka, vínarkruss, masúrka og skottís.
Þjóðdans hefur lifað með þjóðinni frá miðöldum að minnsta kosti. Vikivakar voru á sínum tíma söngdansar, þar sem fólk safnaðist saman og byrjaði að syngja og kveða þjóðlög og kvæði og sporin voru svo sett saman við sönginn, en þó enn frekar við textann.