Bolvíska blótið

Í Bolungarvík er ár hvert haldið þorrablót. Þar bjóða konur mökum sínum til skemmtunar og blóts. Blótið skipar stóran sess í bæjarlífinu. Mikið er um dýrðir, en konurnar leggja mikinn metnað og vinnu í skipulag blótsins og skemmtiatriði.

Slátur og sláturgerð

Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...

Laufabrauðsgerð

Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...