Mæðradagsblóm Kvenfélags Húsavíkur

Frá árinu 1936 hafa kvenfélagskonur á Húsavík gert blóm sem þær nefna mæðradagsblóm. Árlega er haldið blómapartý þar sem konurnar hittast til að búa til blómin sem svo eru seld í aðdraganda mæðradagsins.

Kveðskaparhefðin

Kveðskapur er flutningur vísna undir rímnaháttum. Hver vísa er 2 – 4 braglínur og eru því lögin stutt. Þau kallast rímnalög, kvæðalög, stemmur eða bragur. Lögin eru mjög fjölbreytt hvað varðar tónbil, hryn og tóntegundir. Flytjandinn, kvæðamaður eða kvæðakona, flytja lögin yfirleitt ein, hver á sinn máta og með sérstökum...
Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð árið 2012

Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð

Ljóðahátíðin Haustglæður hefur verið haldin á Siglufirði og síðar Fjallabyggð á hverju ári síðan 2007. Markmið hátíðarinnar er að auka áhuga og vekja athygli á íslenskri ljóðlist, að kynna helstu skáld þjóðarinnar fyrir íbúum Fjallabyggðar sem og að hvetja skáld og hagyrðinga á svæðinu til dáða.