Að syngja eða raula barnagælur og vögguvísu fyrir börn er enn í dag hluti af hversdagshefðum margra. Barnagælur og vögguvísur eru oftast sungnar eða raulaðar inni á heimili, oft í því augnamiði að hafa ofan af fyrir, róa eða svæfa börn. Margar slíkar vísurnar og gælur hafa varðveist í munnlegri...
Kveðskapur er flutningur vísna undir rímnaháttum. Hver vísa er 2 – 4 braglínur og eru því lögin stutt. Þau kallast rímnalög, kvæðalög, stemmur eða bragur. Lögin eru mjög fjölbreytt hvað varðar tónbil, hryn og tóntegundir. Flytjandinn, kvæðamaður eða kvæðakona, flytja lögin yfirleitt ein, hver á sinn máta og með sérstökum...
Ljóðahátíðin Haustglæður hefur verið haldin á Siglufirði og síðar Fjallabyggð á hverju ári síðan 2007. Markmið hátíðarinnar er að auka áhuga og vekja athygli á íslenskri ljóðlist, að kynna helstu skáld þjóðarinnar fyrir íbúum Fjallabyggðar sem og að hvetja skáld og hagyrðinga á svæðinu til dáða.