Harmonikan – hljóðfæri gleði og dansmenningar

Frá lokum 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld átti harmonikan sitt blómaskeið í dansmenningu landans. Þrátt fyrir meiri fjölbreytni í hljóðfæraskipan og dansmenningu nú á tímum lifir harmonikan góðu lífi meðal þeirra sem unna dans og gleði enda harmonikan nefnd hljóðfæri gleðinnar. Fjölmörg harmonikufélög eru starfandi um landið...

Þjóðdansar í aldanna rás

Þjóðdans hefur lifað með þjóðinni frá miðöldum að minnsta kosti. Vikivakar voru á sínum tíma söngdansar, þar sem fólk safnaðist saman og byrjaði að syngja og kveða þjóðlög og kvæði og sporin voru svo sett saman við sönginn, en þó enn frekar við textann.

Lugtarganga heilags Marteins

Heilags Marteins er minnst í nóvember ár hvert með göngu. Þeir sem taka þátt í göngunni eru með lugtir sem í loga ljós. Í göngunni eru sungnir söngvar og svo er leikrit leikið áður en veitingar eru bornar fram.

Að syngja barnagælur og vögguvísur

Að syngja eða raula barnagælur og vögguvísu fyrir börn er enn í dag hluti af hversdagshefðum margra. Barnagælur og vögguvísur eru oftast sungnar eða raulaðar inni á heimili, oft í því augnamiði að hafa ofan af fyrir, róa eða svæfa börn. Margar slíkar vísurnar og gælur hafa varðveist í munnlegri...

Kveðskaparhefðin

Kveðskapur er flutningur vísna undir rímnaháttum. Hver vísa er 2 – 4 braglínur og eru því lögin stutt. Þau kallast rímnalög, kvæðalög, stemmur eða bragur. Lögin eru mjög fjölbreytt hvað varðar tónbil, hryn og tóntegundir. Flytjandinn, kvæðamaður eða kvæðakona, flytja lögin yfirleitt ein, hver á sinn máta og með sérstökum...