Jónsmessa – sumarsólstöður

Kynngi Jónsmessu hefur löngum verið talin mikil. Á meðan Evrópubúar héldu brennur, dansleiki og svall nýttu Íslendingar sér undur náttúrunnar og böðuðu sig uppúr morgundögginni og heyrðu kýr tala. Enn í dag kýs fólk að njóta eða upplifa náttúruna á bjartri sumarnótt Jónsmessunnar t.d. með því að ganga eða hlaupa...

Bolvíska blótið

Í Bolungarvík er ár hvert haldið þorrablót. Þar bjóða konur mökum sínum til skemmtunar og blóts. Blótið skipar stóran sess í bæjarlífinu. Mikið er um dýrðir, en konurnar leggja mikinn metnað og vinnu í skipulag blótsins og skemmtiatriði.

Íslensk stuðlasetningarhefð

Stuðlasetning gengur eins og rauður þráður gegnum alla íslenska kveðskaparhefð allt fram um miðja 20. öld þegar óhefðbundin ljóð urðu hluti af ljóðhefðinni. Hefðin byggist á því að allur kveðskapur er bundinn við svokallaða stuðla og höfuðstafi eftir fornum reglum. Stuðlasetningin lifir enn góðu lífi meðal Íslendinga.

Þjóðdansar í aldanna rás

Þjóðdans hefur lifað með þjóðinni frá miðöldum að minnsta kosti. Vikivakar voru á sínum tíma söngdansar, þar sem fólk safnaðist saman og byrjaði að syngja og kveða þjóðlög og kvæði og sporin voru svo sett saman við sönginn, en þó enn frekar við textann.

Gvendardagur – gerir þú þér dagamun á Gvendardaginn?

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi árið 1315 þegar bein hans voru tekin upp. Heimildir eru til um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld., einkum á norðanverðum Vestfjörðum. Sunnanlands var gert ráð fyrir...

Íslensku jólasveinarnir

Jólasveina ber oft á góma í aðdraganda jólanna. Hefðbundnu íslensku jólasveinarnir eru fjölmargir þó nú sé algengast að telja þá þrettán. Þeir þóttu hrekkjóttir og ekki í húsum hæfir en hafa með tímanum bætt hegðun sína og eru nú gjafmildir við börn og gleðigjafar á aðventunni.

Slátur og sláturgerð

Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...

Lugtarganga heilags Marteins

Heilags Marteins er minnst í nóvember ár hvert með göngu. Þeir sem taka þátt í göngunni eru með lugtir sem í loga ljós. Í göngunni eru sungnir söngvar og svo er leikrit leikið áður en veitingar eru bornar fram.

Laufabrauðsgerð

Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...

Þjóðbúningahefð í aldanna rás

„Þjóðbúningur“ er hugtak frá fyrri hluta 19. aldar sem aðallega er notað um kvenbúninga eftir 1860 en einnig yfir eldri gerðir búninga. Uppruni og þróun íslenskra búninga á sér langa sögu en þeir voru fyrst og fremst fatnaður sem þróaðist í aldanna rás á afskekktri eyju í norðri. Þjóðbúninganotkun hefur...

Kljásteinavefstaður

Kljásteinavefstaður var notaður hér á landi frá landnámi og fram yfir miðja 18. öld. Í dag er þekkingu um vefstaðinn einkum viðhaldið á vettvangi safna og hjá áhugafólki.