Landið býr yfir ýmsum gæðum sem hafa í gegnum tíðina skipt fólk máli eða verið því til ánægju. Bústin bláber, krækiber eða hrútaber eru kærkomin tilbreyting í mataræði fólks og ómissandi hjá mörgum að komast í berjamó að hausti.
Á hverju sumri leggja tugir fjölskyldna land undir fót, pakka grillmat og útilegufatnaði, festa tjaldvagninn aftan í bílinn og halda á ættarmót einhvers staðar á landinu. Á ættarmótum koma stórfjölskyldur saman til að mynda og styrkja tengsl og skemmta sér.
Í hverri viku eru haldnir fjölmargir saumaklúbbar víðsvegar um landið. Í saumaklúbbum koma konur saman, njóta samvista og veitinga, en allur gangur er á því hvort að hannyrðir séu stundaðar.
Brúnaðar kartöflur eru sannkallaður veislukostur. Þær hafa lengi verið ómissandi meðlæti á veisluborðum landsmanna þegar gera á vel við sig í mat. Að brúna kartöflur svo vel fari krefst ákveðinnar þekkingar og reynslu. Þekkingunni er miðlað mann fram af manni, áður oftast á milli kvenna, sem lengi hafa staðið vaktina...
Kynngi Jónsmessu hefur löngum verið talin mikil. Á meðan Evrópubúar héldu brennur, dansleiki og svall nýttu Íslendingar sér undur náttúrunnar og böðuðu sig uppúr morgundögginni og heyrðu kýr tala. Enn í dag kýs fólk að njóta eða upplifa náttúruna á bjartri sumarnótt Jónsmessunnar t.d. með því að ganga eða hlaupa...
Stuðlasetning gengur eins og rauður þráður gegnum alla íslenska kveðskaparhefð allt fram um miðja 20. öld þegar óhefðbundin ljóð urðu hluti af ljóðhefðinni. Hefðin byggist á því að allur kveðskapur er bundinn við svokallaða stuðla og höfuðstafi eftir fornum reglum. Stuðlasetningin lifir enn góðu lífi meðal Íslendinga.
Þjóðdans hefur lifað með þjóðinni frá miðöldum að minnsta kosti. Vikivakar voru á sínum tíma söngdansar, þar sem fólk safnaðist saman og byrjaði að syngja og kveða þjóðlög og kvæði og sporin voru svo sett saman við sönginn, en þó enn frekar við textann.
Jólasveina ber oft á góma í aðdraganda jólanna. Hefðbundnu íslensku jólasveinarnir eru fjölmargir þó nú sé algengast að telja þá þrettán. Þeir þóttu hrekkjóttir og ekki í húsum hæfir en hafa með tímanum bætt hegðun sína og eru nú gjafmildir við börn og gleðigjafar á aðventunni.
Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...
Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...
„Þjóðbúningur“ er hugtak frá fyrri hluta 19. aldar sem aðallega er notað um kvenbúninga eftir 1860 en einnig yfir eldri gerðir búninga. Uppruni og þróun íslenskra búninga á sér langa sögu en þeir voru fyrst og fremst fatnaður sem þróaðist í aldanna rás á afskekktri eyju í norðri. Þjóðbúninganotkun hefur...