Gvendardagur – gerir þú þér dagamun á Gvendardaginn?

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi árið 1315 þegar bein hans voru tekin upp. Heimildir eru til um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld., einkum á norðanverðum Vestfjörðum. Sunnanlands var gert ráð fyrir...

Slátur og sláturgerð

Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...

Lugtarganga heilags Marteins

Heilags Marteins er minnst í nóvember ár hvert með göngu. Þeir sem taka þátt í göngunni eru með lugtir sem í loga ljós. Í göngunni eru sungnir söngvar og svo er leikrit leikið áður en veitingar eru bornar fram.

Laufabrauðsgerð

Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...

Þjóðbúningahefð í aldanna rás

„Þjóðbúningur“ er hugtak frá fyrri hluta 19. aldar sem aðallega er notað um kvenbúninga eftir 1860 en einnig yfir eldri gerðir búninga. Uppruni og þróun íslenskra búninga á sér langa sögu en þeir voru fyrst og fremst fatnaður sem þróaðist í aldanna rás á afskekktri eyju í norðri. Þjóðbúninganotkun hefur...

Að syngja barnagælur og vögguvísur

Að syngja eða raula barnagælur og vögguvísu fyrir börn er enn í dag hluti af hversdagshefðum margra. Barnagælur og vögguvísur eru oftast sungnar eða raulaðar inni á heimili, oft í því augnamiði að hafa ofan af fyrir, róa eða svæfa börn. Margar slíkar vísurnar og gælur hafa varðveist í munnlegri...

Íslenski hesturinn: hestamennska og hrossarækt

Ræktun, kynbætur, meðferð, þ.m.t. tamning og þjálfun, hrossa á sér samfellda sögu hér á landi allt frá landnámi. Búseta á Íslandi hefði verið nær óhugsandi án „þarfasta þjónsins“ sem var m.a. notaður sem samgöngutæki og burðardýr. Í dag má segja að hestamennska sé í senn íþrótt, menning og lífsstíll

Hlaupahópar

Víða um land eru starfandi hlaupahópar þar sem fólk kemur saman á tilteknum tíma nokkrum sinnum í viku og hleypur saman sér til heilsubótar og skemmtunar.  
Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð árið 2012

Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð

Ljóðahátíðin Haustglæður hefur verið haldin á Siglufirði og síðar Fjallabyggð á hverju ári síðan 2007. Markmið hátíðarinnar er að auka áhuga og vekja athygli á íslenskri ljóðlist, að kynna helstu skáld þjóðarinnar fyrir íbúum Fjallabyggðar sem og að hvetja skáld og hagyrðinga á svæðinu til dáða.