Í hverri viku eru haldnir fjölmargir saumaklúbbar víðsvegar um landið. Í saumaklúbbum koma konur saman, njóta samvista og veitinga, en allur gangur er á því hvort að hannyrðir séu stundaðar.
Brúnaðar kartöflur eru sannkallaður veislukostur. Þær hafa lengi verið ómissandi meðlæti á veisluborðum landsmanna þegar gera á vel við sig í mat. Að brúna kartöflur svo vel fari krefst ákveðinnar þekkingar og reynslu. Þekkingunni er miðlað mann fram af manni, áður oftast á milli kvenna, sem lengi hafa staðið vaktina...
Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Lengi vel þótti sláturgerðin hluti af sjálfsögðum haustverkum og svo að segja hvert heimili tók slátur. Um félagslega athöfn var að ræða, fjölskyldur hittust gjarnan og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þeir yngri...
Víða um land kemur fólk saman í aðdraganda jólanna til að gera laufabrauð. Laufabrauð eru þunnar kökur sem eru myndskreyttar og steiktar upp úr feiti. Laufabrauð er þynnra en önnur hátíðarbrauð sem þekkjast í Evrópu. Flestir sem taka þátt í laufabrauðsgerð hafa gaman af því að skreyta eða skera út laufabrauðskökurnar. Fólk...
„Þjóðbúningur“ er hugtak frá fyrri hluta 19. aldar sem aðallega er notað um kvenbúninga eftir 1860 en einnig yfir eldri gerðir búninga. Uppruni og þróun íslenskra búninga á sér langa sögu en þeir voru fyrst og fremst fatnaður sem þróaðist í aldanna rás á afskekktri eyju í norðri. Þjóðbúninganotkun hefur...
Kljásteinavefstaður var notaður hér á landi frá landnámi og fram yfir miðja 18. öld. Í dag er þekkingu um vefstaðinn einkum viðhaldið á vettvangi safna og hjá áhugafólki.
Torf, ásamt timbri og grjóti, var það byggingarefni sem notað var til húsbygginga á Íslandi frá landnámi og vel fram á 20. öld. Þekking á torfi, á meðhöndlun þess og tengd handverksþekking eru hefðir sem hafa varðveist.
Ræktun, kynbætur, meðferð, þ.m.t. tamning og þjálfun, hrossa á sér samfellda sögu hér á landi allt frá landnámi. Búseta á Íslandi hefði verið nær óhugsandi án „þarfasta þjónsins“ sem var m.a. notaður sem samgöngutæki og burðardýr. Í dag má segja að hestamennska sé í senn íþrótt, menning og lífsstíll
Icelanders have built clinker boats ever since the country was settled and these vessels have been produced everywhere in the country and have taken different forms depending on local circumstances and their intended use.
Smíði súðbyrðings hefur fylgt Íslendingum frá landnámi og súðbyrðingar hafa verð smíðaðir um land allt en hafa breytilega lögun sem fyrst og fremst skapast af náttúrulegum kringumstæðum og notkun.