I’m bored of lying here in an ugly cave; it’s better at home in Helgafell where they have dancing and wrestling. Glíma has been a part of the life of Icelanders from the original settlement of the land until today, and it evolved in parallel with the multitude of changes...
Leiðist mér að liggja hér í ljótum helli; betra er heima á Helgafelli að hafa þar dans og glímuskelli. Glíman hefur fylgt Íslendingum frá landnámi, til dagsins í dag og þróast samhliða þeim fjölmörgu breytingum sem samfélagið hefur gengið í gegnum. Ef marka má vísuna úr Draugahelli hér í upphafi,...
Sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag á bilinu 19. – 25. apríl ár hvert. Á deginum er komu sumars fagnað en samkvæmt forníslensku tímatali markaði dagurinn upphaf hörpu, fyrsta mánaðar sumarmisseris.
Brauðtertur hafa lengi átt fastan sess á veisluborði Íslendinga og mörgum þykja fagurlega skreyttar tertur, sem samanstanda af langskornu brauði með ljúffengu eggja- og majónessalati á milli, vera ómissandi í veisluna.
Gömul þjóðtrú segir að þeir sem ganga í fyrsta sinn á Helgafell í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi hafa kost á því að bera upp þrjár óskir þegar upp á fellið er komið. Skilyrðin eru að gengið sé í þögn upp á fellið og ekki sé litið til baka. Þegar upp...
Frá lokum 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld átti harmonikan sitt blómaskeið í dansmenningu landans. Þrátt fyrir meiri fjölbreytni í hljóðfæraskipan og dansmenningu nú á tímum lifir harmonikan góðu lífi meðal þeirra sem unna dans og gleði enda harmonikan nefnd hljóðfæri gleðinnar. Fjölmörg harmonikufélög eru starfandi um landið...
Þeir dansar sem í daglegu tali eru nefndir „gömlu dansarnir“ voru eitt sinn nefndir „nýju dansarnir“. Um er að ræða paradansa eins og t.d. vals, ræl, polka, vínarkruss, masúrka og skottís.
Frá árinu 1936 hafa kvenfélagskonur á Húsavík gert blóm sem þær nefna mæðradagsblóm. Árlega er haldið blómapartý þar sem konurnar hittast til að búa til blómin sem svo eru seld í aðdraganda mæðradagsins.
Frá landnámi hafa hænsni fylgt búsetu fólks hér á landi. Landnámshænan, sem einnig hefur verið kölluð íslenska hænan, topphæna eða haughæna sá heimilum landsins fyrir eggjum til átu og baksturs fram eftir öldum, allt þar til stóru framleiðslustofnarnir komu til sögunnar á 20. öld.
Landið býr yfir ýmsum gæðum sem hafa í gegnum tíðina skipt fólk máli eða verið því til ánægju. Bústin bláber, krækiber eða hrútaber eru kærkomin tilbreyting í mataræði fólks og ómissandi hjá mörgum að komast í berjamó að hausti.
Á hverju sumri leggja tugir fjölskyldna land undir fót, pakka grillmat og útilegufatnaði, festa tjaldvagninn aftan í bílinn og halda á ættarmót einhvers staðar á landinu. Á ættarmótum koma stórfjölskyldur saman til að mynda og styrkja tengsl og skemmta sér.